Barcelona var varað við því að fá vængmanninn Dani Olmi í sínar raðir í sumar en frá þessu greinir Athletic.
Olmo kom til Barcelona frá RB Leipzig í sumar og hefur hingað til skorað sex mörk í 15 leikjum í öllum keppnum.
Vegna fjárhagsvandræða er Barcelona þó í vandræðum með að skrá Olmo í leikmannahópinn fyrir seinni hluta tímabilsins.
Deco, yfirmaður knattspyrnumála Barcelona, barðist fyrir því að fá Olmo til félagsins en það var alltaf ljóst að hann myndi að lokum reynast of dýr.
Þeir sem sjá um fjármál spænska félagsins vöruðu Barcelona við því að kaupin á Olmo gætu valdið vandræðum og reyndist það rétt að lokum.
Olmo kostaði 60 milljónir evra í sumarglugganum en hann hefur fengið grænt ljós á að spila í deildinni allavega næstu þrjá mánuði – eftir það er framhaldið óljóst.