fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Milljónamæringur fær á baukinn: Sagðist tilbúinn að borga slökkviliðsmönnum „hvað sem er“ fyrir að verja heimili sitt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski milljónamæringurinn Keith Wasserman hefur fengið yfir sig töluverða gagnrýni eftir að hann óskaði eftir slökkviliðsmönnum til að verja heimili sitt í Los Angeles.

Skelfilegir skógareldar geysa í borginni og úthverfum hennar og sagðist Keith vera tilbúinn að „borga hvað sem er“ fyrir þá sem gætu lagt hönd á plóg.

Keith, sem er meðstofnandi fjárfestingarfyrirtækisins Gelt Venture Partners, á eign í Pacific Palisades þar sem ástandið er hvað verst. Slökkviliðsmenn hafa lagt nótt við dag í að verja heimili íbúa á svæðinu og takmarka útbreiðslu eldanna með skipulögðu slökkvistarfi.

„Er einhver með aðang að einkaslökkviliðsmönnum til að verja heimili okkar í Pacific Palisades? Þetta þarf að gerast hratt. Öll hús nágrannanna eru brunnin. Við borgum hvað sem er. Takk fyrir,“ sagði hann í færslu sinni á samfélagsmiðlum.

Hafi Keith haldið að hann fengi ábendingar um „einkaslökkviliðsmenn“ skjátlaðist honum því meirihluti athugasemda báru með sér harða gagnrýni á hann fyrir taktlausa beiðni á erfiðum tímum.

„Ótrúleg fífldirfska. Fjölskylda hans er komin í skjól og hann er að reyna að ráða slökkviliðsmenn til að hætta lífi sínu við að bjarga húsi sem er sennilega tryggt upp í rjáfur. Ótrúlega taktlaust,“ sagði einn.

Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í skógareldunum en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort manntjón hafi orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot