fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2024 08:16

Vélin sprakk í loft upp eftir að hafa lent á steyptum vegg í kjölfar magalendingar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að aðeins tveir af 181 einstaklingum um borð í farþegaflugvél Jeju Air hafi lifað af þegar vélin brot­lenti í lendingu á  alþjóðaflug­vell­in­um Muan í Suður-Kór­eu. Tvímenningarnir sem björguðust, karl og kona, voru hluti af áhöfn vélarinnar.

Kóreskir fréttamiðlar greina frá því að yfirvöld hafi tjáð ættingjum annarra farþega að litlar líkur væru á því að fleiri myndu finnast á lífi.

Flugvélin lagði af stað kl.01.30 á staðartíma í Bangkok og átti að lenda í Muan kl.8.30. Á þessari stundu eru taldar líkur á að árekstur vélarinnar við fugl hafi gert það að verkum að lendingarbúnaður vélarinnar hafi bilað. Flugmenn vélarinnar reyndu að magalenda henni á flugbrautinni með þeim afleiðingum að vélin rann á miklum hraða á steyptan vegg og sprakk þar í loft upp.

Alls voru 173 farþegar vélarinnar ríkisborgarar Suður-Kóreu auk tveggja ríkisborgara Tælands. Að auki var svo sex manna áhöfn um borð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax