fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Dró upp hníf eftir rifrildi á samkomustað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 07:27

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og eru fjórir í fangageymslu lögreglu nú í morgunsárið.

Lögregla fékk tilkynningu um einstakling í miðbænum sem var ógnandi, búinn að kasta skó í annan aðila og hugsanlega með hníf. Lögregla handtók manninn og flutti hann á lögreglustöð. Engin hnífur reyndist vera á vettvangi en maðurinn var mjög æstur og mjög ölvaður. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Lögreglu var svo tilkynnt um mjög ölvaðan einstakling sem lá í blómabeði. Sökum ölvunarástands var maðurinn vistaður í fangaklefa þangað til það rennur af honum.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, var tilkynnt um eignaspjöll á hraðbanka. Þegar upptökur voru skoðaðar kom í ljós að reynt hefði verið að ræna hraðbankanum en án árangurs.

Og í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um tvo einstaklinga að rífast á samkomustað og dró annar þeirra upp hníf. Starfsfólk kallaði því eftir lögreglu en þegar hún kom á staðinn voru allir orðnir rólegir. Að sögn lögreglu verður sá með hnífinn kærður fyrir brot á vopnalögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks