fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Dró upp hníf eftir rifrildi á samkomustað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 07:27

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og eru fjórir í fangageymslu lögreglu nú í morgunsárið.

Lögregla fékk tilkynningu um einstakling í miðbænum sem var ógnandi, búinn að kasta skó í annan aðila og hugsanlega með hníf. Lögregla handtók manninn og flutti hann á lögreglustöð. Engin hnífur reyndist vera á vettvangi en maðurinn var mjög æstur og mjög ölvaður. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Lögreglu var svo tilkynnt um mjög ölvaðan einstakling sem lá í blómabeði. Sökum ölvunarástands var maðurinn vistaður í fangaklefa þangað til það rennur af honum.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, var tilkynnt um eignaspjöll á hraðbanka. Þegar upptökur voru skoðaðar kom í ljós að reynt hefði verið að ræna hraðbankanum en án árangurs.

Og í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um tvo einstaklinga að rífast á samkomustað og dró annar þeirra upp hníf. Starfsfólk kallaði því eftir lögreglu en þegar hún kom á staðinn voru allir orðnir rólegir. Að sögn lögreglu verður sá með hnífinn kærður fyrir brot á vopnalögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti