fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. desember 2024 10:30

Ferðamaðurinn var búinn að panta og þá var ekki aftur snúið. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður á Íslandi sem hugðist slaka á í Sky Lagoon fékk heldur betur annað en hann bjóst við. Tók hann upp myndband sem um 2 milljónir hafa hafa horft á á TikTok.

Ferðamaðurinn, sem er kona að nafni Niki Nonkovic, búsett í London, birti myndbandið fyrir um mánuði síðan, 12. nóvember. Í gær var fjallað um myndbandið í Newsweek.

Í myndbandinu sjást fjölmargir gestir baðstaðarins lenda í sterkum vindhviðum. Svo sterkum að þeir eiga beinlínis erfitt með að halda sér á sínum stað. Yfir myndbandið er skrifað: „Já, engar áhyggjur, við vildum hvort eð er ekkert slaka á.“

„Við vorum búin að panta okkur í Sky Lagoon, svo við fórum en það var hvasst svo ekki sé meira sagt,“ segir Niki við Newsweek.

@niknonkontiktok Yeah no worries we didnt want to relax anyway #skylagoon #iceland ♬ Titanic flute fail – kate dwyer

Eins og gefur að skilja hafa margir netverjar skrifað athugasemdir við færslu Niki. Meðal annars fólk sem hefur ferðast til Íslands og í Sky Lagoon.

„Vá! Þetta er brjálað. Við vorum þarna í desember og það snjóaði svo mikið. Algjörlega ógleymanlegt!“ segir einn.

Annar er lausnamiðaður í sinni athugasemd. „Vertu með lopahúfu eins og við vorum með. Eða farðu í sauna og gufuhellinn. Eða harkaðu þetta bara af þér og fáðu þér annan bjór,“ segir netverjinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs