fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 07:23

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og gista sjö einstaklingar fangaklefa eftir nóttina.

Í Kópavogi var tilkynnt um umferðarslys þar sem bifreið hafði verið ekið utan í vegrið. Ökumaðurinn hafði yfirgefið bifreiðina í kjölfarið og látið sig hverfa, en lögregla var við störf á vettvangi þegar ökumaðurinn kom til baka. Hann var handtekinn á vettvangi, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Í hverfi 113 var tilkynnt um umferðarslys þar sem bifhjóli og jepplingi var ekið saman. Ökumaður bifhjólsins hlaut minniháttar meiðsli. Á Kjalarnesi var svo tilkynnt um eld í bifreið og var hún alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Í Árbæ var svo tilkynnt um tvo einstaklinga sem höfðu komið sér fyrir í geymslu húsnæðis í hverfinu og höfðu þeir kveikt eld til að ylja sér. Var einstaklingunum vísað út án vandræða. Í sama hverfi voru svo tveir handteknir eftir að átök brutust út á milli þeirra í heimahúsi. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og er málið í rannsókn.

Loks barst tilkynning um öskur kvenmanns koma frá íbúð í umdæmi lögreglustöðvar 4. Lögregla sinnti útkallinu en öskrin reyndust vera „á heldur jákvæðari nótum“ en óttast var um í fyrstu að því er segir í skeyti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út