fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Enn eykst mannfall Rússa – Nýtt met á einum degi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 22:00

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið ljóst frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu að mannfall þeirra hefur verið mikið. Þeir hika heldur ekki við að senda hermenn sína út í opinn dauðann og hefur bardögum á ákveðnum svæðum við víglínuna verið líkt við hakkavél, því Úkraínumenn hafa einfaldlega setið í varnarstöðvum sínum og stráfellt rússneska fótgönguliða sem eru sendir út í opinn dauðann.

Sky News segir að eftir því sem Úkraínumenn segi þá hafi Rússar nýlega misst rúmlega 2.000 hermenn á einum sólarhring, nær sú tala yfir fallna og særða.

Rússneskir ráðamenn vísa öllum tölum Úkraínumanna og Vesturlanda um mannfall þeirra á bug en birta sjálfir ekki neinar tölur og fara raunar með slíkar upplýsingar eins og ríkisleyndarmál.

Sky News hefur eftir vestrænum embættismanni að mannfallstölur Rússar „sýni grimmdarlega veruleikann í fremstu víglínu og líkist því sem gerðist við Somme“. Þar vísar hann í orustuna við Somme í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni en hún var ein sú stærsta og blóðugasta í því stríði.

Vestrænir embættismenn segja að Rússar hafi misst 2.030 menn þann 28. nóvember sem sé nýtt met hvað varðar mannfall og í fyrsta sinn sem þeir misstu rúmlega 2.000 menn á einum degi.

Meðalmannfall Rússa á degi hverjum í nóvember er sagt hafa verið rúmlega 1.500 og var það þriðja mánuðinn í röð sem þeir misstu að meðaltali rúmlega 1.500 menn á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“