fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 07:22

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í gærkvöldi um mikinn hávaða sem kom frá veitingastað í Hafnarfirði.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að þar var starfsfólk að prófa nýja karíóki-græju og virðist hafa verið glatt á hjalla. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Tíu gista annars fangaklefa lögreglu eftir nóttina og eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Þrír menn voru handteknir í hverfi 107 eftir að tilkynnt var að þeir hefðu ruðst inn í íbúð. Mennirnir voru vistaðir í fangaklefa og er málið í rannsókn.

Þá var tilkynnt um bifreið á ísilögðu vatni í hverfi 110, að sögn lögreglu, en ekki ólíklegt að þar sé um að ræða Rauðavatn. Um var að ræða ungan ökumann og ræddi lögregla við hann um þær hættur sem fylgja þessu athæfi.

Lögregla handtók svo mann sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll í hverfi 113. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin