fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fókus

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 11:29

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Cher, sem heitir réttu nafni Cherilyn Sarkisian, hefur gefið út fyrri hluta sjálfsævisögu sinnar sem aðdáendur hafa beðið spenntir eftir, Cher: The Memoir, Part One.

Í bókinni opnar hún sig um hjónaband hennar og Sonny Bono. Þau voru gift frá 1964 til 1975 og áttu soninn Chaz Bono.

Cher, Sonny Bono and Chastity Bono

Cher segir að hún hafi verið svo örvæntingarfull vegna hjónabandsins að hún hafi íhugað að kasta sér fram af svölum hótelherbergis í Las Vegas. Hún segir að hún hafi farið út á svalirnar fimm eða sex sinnum í þeim tilgangi, en alltaf hætt við. Í síðasta skipti sem hún gerði það segist hún hafa áttað sig á að hún gæti skilið við Sonny í staðinn.

Á þessum tíma var Cher 26 ára gömul og aðeins 45 kíló. Heilsa hennar var slæm en hún segir Sonny hafa látið hana vinna svo mikið og aðstæður hafi verið svo stressandi að hún léttist og léttist.

Sonny Bono, Cher and Farrah Fawcett.

Hún var örmagna af þreytu þegar Sonny sagðist hafa skrifað undir nýjan samning fyrir þau að koma fram í Vegas á hverju sumri. Þau voru á þeim tíma líka að taka upp vinsæla þáttinn „The Sonny and Cher Comedy Hour“ og ala upp barn.

Einangruð og svikin

Cher fékk ekki að tala við aðra meðlimi hljómsveitarinnar. Hann bannaði henni meira að segja að mæta í Tupperware kynningu heima hjá eiginkonu Brian Wilson. Hjónin hættu að mæta í matarboð, tónleika og í bíó. Sonny var svo afbrýðissamur að hann kveikti í tennis fötum hennar.

Söngkonan segir nánar frá því í bókinni hvernig henni tókst að segja skilið við Sonny og áfallið þegar hún komst að því að hann hafi svindlað á henni. Við nánari athugun á samningum sem Sonny lét Cher skrifa undir, komst hún að því að hún væri starfsmaður fyrirtækis sem kallaðist Cher Enterprises, og var á skelfilegum launum.

Cher memoir.

„Ég var búin að vinna alla mína ævi en hafði ekkert til að sýna fyrir það. Mér datt aldrei í hug að ég þyrfti að passa mig á Sonny, en allir þessir samningar sem hann lét mig skrifa undir voru þess gerðir til að drýgja tekjur mínar og réttindi,“ skrifar Cher í sjálfsævisögunni.

„Ég hef hugsað um þetta í mörg ár, hvernig hann gat gert það sem hann gerði mér, og ég hef ekki enn komist yfir þessi svik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 1 viku

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“