fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Rikki G segist hafa heimildir fyrir því að búið sé að semja við Arnar um að taka við af Hareide

433
Mánudaginn 18. nóvember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og stjórnandi Þungavigtarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Arnar Gunnlaugsson verði næsti landsliðsþjálfari Íslands.

Arnar er í starfi hjá Víkingi og er samningsbundinn félaginu áfram.

„Ég hef heimildir fyrir því að það sé búið að ganga frá þessu munnlega við Arnar Gunnlaugsson, það verður svo bara tilkynnt hvort sem það verði tilkynnt eftir Sambandsdeildina eftir áramót eða fyrr. Samkvæmt mínum heimildum verður hann næsti landsliðsþjálfari,“ sagði Ríkharð í Þungavigtinni í dag.

Vitað er að KSÍ er með uppsagnarákvæði í samningi Age Hareide en liðið mætir Wales í Þjóðadeildinni á morgun, vinnist sigur þar er liðið komið í umspil um sæti í A-deildinni.

Hareide hefur stýrt liðinu í átján mánuði og hefur liðið á köflum sýnt frábæra takta undir hans stjórn. Ríkharð segir að KSÍ sé búið að opna samtalið við Víking um að fá Arnar lausan úr starfi.

Arnar hefur unnið gott starf hjá Víking, liðið hefur í tvígang orðið Íslandsmeistari undir hans stjórn og er liðið nú að gera góða hluti í Sambandsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney