fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Skúli Bragi varar við: Börn geta komist í snertingu við skaðlegt efni á samfélagsmiðlum – „Þau þurfa ekki einu sinni að leita eftir því sjálf“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2024 08:40

Skúli Bragi Geirdal. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í upplýsinga- og miðlalæsi, vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Í dag er það þrettán ára, því persónuverndarlöggjöf bannar samfélagsmiðlafyrirtækjunum að safna gögnum um börn sem eru yngri en þrettán ára.

„Það nægir fyrirtækjunum að merkja sína vöru með 13 ára stimplinum til þess að vernda sína hagsmuni. Vernd barna gegn skaðlegu efni, áreiti og áreitni er hér því miður ekki tekin með í reikninginn,“ skrifar Skúli í pistli á Vísi.

Skúli skipar einnig 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Tími til að hækka?

Skúli spyr hvort það sé ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum.

„Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga,“ segir hann og bendir á að það séu sjö aldursflokkar í bíómyndum og þáttum en aðeins einn á samfélagsmiðlum.

Mynd/Getty Images

„Á samfélagsmiðlum finnum við efni sem við myndum merkja með merkingum allt upp í 18 ára ef um bíómynd væri að ræða. Ofan á þetta aðgengi að skaðlegu efni bætist síðan við áreitnin og áreitið sem við sem notendur samfélagsmiðla þekkjum því miður svo vel.“

Hann segir vissulega hafa átt sér stað jákvæð þróun og að hlutfall barna frá níu til tólf ára á TikTok og Snapchat hafi lækkað töluvert frá 2021 í kjölfar aukinnar vitundarvakningar og fræðslu til barna og foreldra.

„Foreldrar missa hins vegar tökin þegar 13 ára aldrinum hefur verið náð og upp úr því hækkar hlutfall barna á samfélagsmiðlum töluvert…“

Skúli birtir tölfræði yfir hlutfall barna á nokkrum af vinsælustu samfélagsmiðlunum á Íslandi (2023):

TikTok36% meðal 9-12 ára 83% 13-15 ára

Snapchat42% meðal 9-12 ára90% 13-15 ára

Instagram12% meðal 9-12 ára72% 13-15 ára

Facebook9% meðal 9-12 ára48% 13-15 ára

Discord13% meðal 9-12 ára29% 13-15 ára

YouTube85% meðal 9-12 ára85% 13-15 ára

„Á samfélagsmiðlum getur 13 ára barn komist í snertingu við efni sem talið er geta haft skaðleg áhrif á einstaklinga allt upp í 18 ára. Þau þurfa ekki einu sinni að leita eftir því sjálf heldur getur ógagnsær algóritmi miðlanna leitt þau á slíka staði,“ segir hann.

Mynd/Getty Images

„Valdið þarf ekki alltaf að vera þeirra“

Skúli hvetur fólk til að taka málin í sínar hendur.

„Í stað þess að láta fyrirtækin ákveða aldurstakmarkið út frá sínum hagsmunum skulum við hugsa aldurstakmarkið út frá hagsmunum okkar […] Hugsum okkur hvað myndi gerast ef við myndum fjarlæga öll börn yngri en 16 ára af samfélagsmiðlum? Munum að samfélagsmiðlarnir eru ekkert án okkar. Valdið þarf ekki alltaf að vera þeirra. Þeir myndu vafalaust svara því með því að gera allt í sínu valdi til þess að tryggja sína miðla þannig að þeir væru öruggur staður fyrir börn til þess að geta boðið þau aftur velkomin til baka. Lög og reglur geta verið nauðsynlegar til þess að þvinga fram breytingar. Tökum valdið í okkar hendur og metum efni samfélagsmiðla útfrá þroska barna. Þannig valdeflum við foreldra í að takast á við félagslegt netöryggi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Í gær

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni