fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Trump með myrk skilaboð til innflytjenda í lokaræðunni – Segist eiga von á stórsigri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 11:30

Trump fer mikinn í aðdraganda valdaskiptanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump flutti lokaræðu sína fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag á fundi með stuðningsmönnum sínum í Pittsburgh í Pennsylvaníu í gærkvöld.

Trump viðhélt fjandsamlegri orðræðu sinni í garð innflytjenda og sagði Bandaríkin vera „hernumið land“ (e. occupied country) og vísaði þar bæði til löglegra og ólöglegra innflytjenda. Hét hann því að „frelsa hverja borg og hvern bæ sem hefur orðið fyrir innrás og verið sigruð“.

Trump gerði lítinn greinarmun á óskráðum farandverkamönnum sem hann sagði hafa lagt undir sig íbúðakjarna í Colorado og þúsundum innflytjenda frá Haíti sem komu löglega til landsins og búa í Springfield Ohio.

„Þetta eru herinnrásir án einkennisbúninga. Það er það eina sem þetta er,“ sagði Trump og hét stórfelldum brottflutningi innflytjenda frá landinu.

Trump sagði að óskráðir innflytjendur hefðu myrt Bandaríkjamenn og hét því að stuðla að því að allir innflytjendur sem myrtu bandaríska borgara fengju dauðarefsingu.

Hann hét því jafnframt að blása lífi í bandaríska iðnaðarframleiðslu með háum tollum á innfluttar bílavörur frá Mexíkó og stál frá Kína, en hagfræðingar hafa sagt að þessi áform séu verðbólguhvetjandi.

Trump hefur ávallt haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað er hann tapaði fyrir Joe Biden árið 2020. Hann sagðist í gærkvöld telja að munurinn núna yrði svo mikill að það væri ekki hægt að stela kosningunum.

„Fjögur ár af Kamölu hafa ekki skilað neinu nema efnahagslegu helvíti fyrir bandarískan verkalýð,“ sagði Trump.

Sjá nánar á vef CNN.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist