fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Bruce Springsteen segir að Trump ætli að verða „bandarískur harðstjóri“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2024 04:50

Bruce Springsteen er ekki hrifinn af Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkgoðsögnin Bruce Springsteen styður Kamala Harris til embættis forseta Bandaríkjanna og segir að hún muni vernda lýðræðið í landinu en á sama hátt sé Donald Trump ógn við stjórnarskrána og frelsi.

Springsteen kom fram á kosningafundi Kamala Harris í síðustu viku og flutti nokkur laga sinna. Á milli laga ræddi hann við fundargesti og sagði þeim að Harris muni vernda lýðræðið og berjast fyrir frelsi kvenna til að taka ákvörðun um barneignir.

Sky news segir að hann hafi sagst vilja forseta sem „virði stjórnarskrána“ og „sé ekki ógn við frelsi“ og beindi spjótum sínum þar að Trump og sagði hann ekki hafa þessi gildi í hávegum.

„Hann skilur ekki þessa þjóð, sögu hennar eða hvað felst í því að vera Bandaríkjamaður,“ sagði Springsteen og bætti við að Trump „bjóði sig fram til að vera harðstjóri“.

Barack Obama, fyrrum forseti, steig á svið á eftir Springsteen og sagði að „undarleg“ hegðun Trump „þýði ekki að forsetatíð hans verði ekki hættuleg“. Hann benti á ummæli John Kelly, fyrrum starfsmannastjóra Trump, sem hefur sagt að Trump vilji að hershöfðingjar sínir séu eins og Adolf Hitler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu