fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Ráðist á starfsmann verslunar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2024 07:21

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um þjófnað úr verslun. Tveir einstaklingar eru grunaðir í málinu og réðust þeir á starfsmann verslunarinnar sem ætlaði að hafa afskipti af þeim. Starfsmaðurinn hlaut minniháttar áverka.

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Átti atvikið sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 4 sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Norðlingaholti og Mosfellsbæ.

Í miðborginni var svo tilkynnt um einstakling reyna að brjótast inn og fylgdi tilkynningunni að hann væri með eggvopn meðferðis. Einstaklingurinn var handtekinn áður en hann komst inn í húsnæðið og við leit á honum fannst leikfangasverð úr plasti í bakpoka.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti. Gerandi var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Loks var tilkynnt um æstan einstakling í verslun á sama svæði og var hann búinn að skemma einhverjar vörur í versluninni. Hann hélt sína leið eftir skýrslutöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins