fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Leik í áttundu efstu deild frestað – Fjórir leikmenn valdir í landsliðshóp

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. október 2024 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá hefur lið í áttundu efstu deild Englands fengið að fresta leik sínum um helgina vegna landsleikja.

Fjórir leikmenn FC Lancing í áttundu efstu deild Englands eða Isthmian deildinni eru í landsleikjaverkefni.

Um er að ræða smálið í Englandi en tveir leikmenn liðsins, Knory Scott og Luke Robinson, voru valdir í landsliðshóp Bermuda.

Ekki nóg með það heldur voru tveir leikmenn liðsins valdir í U23 landslið Englands í sex manna keppni.

Lancing átti að spila gegn Crawley um helgina en neyddist til að leita til knattspyrnusambandsins og bað um frestun.

,,Þetta er fáránlegt fyrir lið í þessum gæðaflokki,“ sagði Barry Sutton, stjórnarformaður Lancing.

,,Það er fagnaðarefni ef einn leikmaður er kallaður í landsliðshópinn en að vera með fjóra leikmenn á sama tíma, það er eitthvað sem við höfum aldrei heyrt um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmenn United bauluðu á Ratcliffe í gærkvöldi

Starfsmenn United bauluðu á Ratcliffe í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Modric kveður Real Madrid

Modric kveður Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga