fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Donald Trump bað um símanúmerið hjá Melaniu þegar „ljóskan“ brá sér afsíðis

Fókus
Miðvikudaginn 9. október 2024 12:30

Donald Trump og Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melania Trump, eiginkona Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, rifjar upp í nýrri ævisögu þegar hún og Donald hittust í fyrsta sinn.

Í bókinni segist Melania hafa verið stödd í gleðskap vegna tískuvikunnar í New York árið 1998, en þá var Melania aðeins 28 ára en Trump 51 árs.

Melania rifjar upp að með Donald í för þetta kvöld hafi verið „aðlaðandi ljóska“ en það hafi ekki skipt neinu máli þegar hann vatt sér upp að henni, rétti út höndina og kynnti sig. „Hæ. Ég er Donald trump. Gaman að hitta þig.“

Melania segir að hún hafi vissulega þekkt nafnið en að öðru leyti vitað lítið um manninn.

„Augu hans fylltust af forvitni og áhuga og hann greip tækifærið og settist í sætið sem var laust við hliðina á mér og byrjaði að spjalla. Hann spurði mig um tíma minn í New York, heimahaga mína í Slóveníu og ferðalög mín um heiminn.“

Melania segir að þó að spjallið hafi ekki staðið lengi yfir hafi þau einhvern veginn smollið saman.

„Ég var heilluð af þokkanum sem hann bar með sér og hversu yfirvegaður hann virtist vera. Það var mikill hávaði í kringum okkur en á þessu augnabliki leið mér eins og ég væri miðpunkturinn í hans heimi. Þetta var kærkomin tilbreyting frá þessu yfirborðskennda spjalli sem oft einkennir svona viðburði.“

Melania segist á þessu augnabliki ekki hafa gert sér neinar vonir um að samskipti þeirra yrðu meiri, eða þangað til „ljóskan“ sem var með Trump brá sér afsíðis og hann bað um símanúmerið hennar.

Melania segist hafa hafnað beiðni Trumps og það hafi komið honum að einhverju leyti á óvart. Þess í stað bað hún um símanúmerið hans og kvaðst Donald Trump glaður vilja gefa henni það en þó með einu skilyrði.

„Ég gef þér númerið með ef þú lofar að hringja í mig,“ á Donald að hafa sagt við Melaniu þetta kvöld.

Ekki liggur fyrir hversu lengi Donald þurfti að bíða eftir símtali frá Melaniu en þau virðast þó hafa hist fljótlega eftir þetta. Þau gengu í hjónaband árið 2005 og eignuðust soninn Barron ári síðar.

Mynd frá 2004. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli