fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Arteta gefur Arsenal grænt ljós

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. október 2024 20:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur gefið félaginu grænt ljós á að kaupa undrabarnið Arnau Pradas sem ekki allir kannast við.

Pradas er gríðarlega efnilegur leikmaður sem spilar með Barcelona en hann hefur verið besti leikmaður U19 liðsins á tímabilinu.

Njósnarar Arsenal létu Arteta vita af þessum leikmanni fyrir þónokkru síðan en hafa nú loksins fengið svar frá stjóranum sjálfum.

Mundo Deportivo greinir frá en Pradas er 18 ára gamall vængmaður og skoraði frábært mark í vikunni gegn Young Boys í Meistaradeildinni.

Pradas virðist ekki ætla að fá tækifæri með aðalliði Barcelona og eru líkur á að hann vilji færa sig um set árið 2025.

Barcelona hefur þó mikinn áhuga á að halda leikmanninum sem er samningsbundinn út tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid