fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2024 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson á í baráttu við hinn illræmda verðbólgudraug í nýrri herferð ÖBÍ réttindasamtök, þar sem samtökin krefjast þess að lífeyrir sé hækkaður. 

Efni herferðarinnar sýnir á kíminn hátt hvernig verðbólgudraugurinn stelur úr matarkörfunni, af bensíndælunni og jafnvel mínútum úr ljósabekknum. Markmiðið er að draga fram á skemmtilegan hátt brýna nauðsyn þess að hækka lífeyri.

Verðbólgan hefur nefnilega leikið landsmenn grátt síðustu misseri. Það er allt of dýrt að fara út í búð, fólk á rétt svo fyrir húsnæðiskostnaði og það er illa hægt að gera eitthvað skemmtilegt þegar það er búið að greiða fyrir nauðsynjar. Þótt núna sé loksins farið að rofa til, stýrivextir hafi verið lækkaðir örlítið, er verðbólgan enn mikil, verðlagið allt, allt, allt of hátt og vextir sömuleiðis.

Lífeyrir hefur hækkað á síðustu þremur árum, sem er frábært. Verðlag hefur hins vegar hækkað meira – húsnæði um 42% og matur og drykkur um nærri 30%. Verðbólgudraugurinn hefur sem sagt stolið öllum hækkunum síðustu ára og mun meira en það.

Hugmyndir um að hækka lífeyri einungis til að standa vörð um kaupmátt eru sérkennilegar í ljósi þess að þessi meinti kaupmáttur er einfaldlega ekki til staðar. Hver er raunverulegur kaupmáttur 300.000 króna þegar þú þarft að borga meira en þá upphæð fyrir nauðsynjar?

Hækkun lífeyris er lífsnauðsynleg.

Herferðin er unnin í samstarfi við BIEN og Ágúst Bent Sigbertsson leikstýrir myndböndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“