fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Knattspyrnustjarna ásökuð um að hafa brotið kynferðislega á konu: Fannst drukkinn undir stýri – Var kærður fyrir nauðgun árið 2021

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. september 2024 18:30

Ben Yedder (t.v) er hér ásamt bróður sínum og fjölskyldu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Wissam Ben Yedder var handtekinn á laugardag drukkinn undir stýri en frá þessu greinir L’Equipe í Frakklandi.

Ben Yedder er án félags í dag en hann spilaði síðast með liði Monaco í frönsku úrvalsdeildinni en samningi hans lauk í sumar.

Ben Yedder á að baki 19 landsleiki fyrir Frakkland en hann er 34 ára gamall og þarf að mæta fyrir framan dómara þann 15. október.

Frakkinn er ásakaður um að hafa brotið kynferðislega á 23 ára gamalli konu undir áhrifum áfengis um helgina og þarf að svara fyrir sig í október.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ben Yedder er ásakaður um kynferðisbrot en hann er undir rannsókn fyrir atvik sem átti sér stað 2021.

Ben Yedder og bróðir hans eru sakaðir um að hafa nauðgað og ráðist að tveimur konum fyrir um þremur árum en engin niðurstaða hefur fengist í því máli.

Lögmaður fyrrum franska landsliðsmannsins, Hasna Louze, vildi ekki tjá sig nánar um málið í samtali við fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla
433Sport
Í gær

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Í gær

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum