fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Búinn að missa titilinn sem besti framherji heims? – ,,Eins og er þá er annar maður á toppnum“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. september 2024 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe er ekki besti framherji heims í dag að sögn Ralf Rangnick sem þjálfaði Manchester United um tíma.

Rangnick er í dag landsliðsþjálfari Austurríkis en hans menn töpuðu 2-1 gegn Noregi í gær þar sem Haaland skoraði sigurmarkið.

Rangnick telur að Haaland sé einfaldlega sá besti um þessar mundir en Mbappe hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið hvorki fyrir Real Madrid né franska landsliðið.

,,Þar til fyrir nokkrum mánuðum síðan þá hefði ég sagt að Haaland og Mbappe væru tveir bestu framherjar heims,“ sagði Rangnick.

,,Eins og er þá er annar maður á toppnum [Haaland] en það er líka vegna þess að Kylian er ekki í sínu besta formi.“

,,Haaland er varla með veikleika. Miðað við hvað hann er stór þá er hann gríðarlega fljótur og er með svakalegan stökkkraft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum