fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Tvö ungmenni handtekin eftir hnífaárás í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 07:18

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga, þar af tvo undir lögaldri, vegna rannsóknar á hnífsstungu í gærkvöldi eða nótt.

Í skeyti lögreglu vegna verkefna gærkvöldsins og næturinnar kemur fram að meiðsli hafi sem betur fer reynst minniháttar en sá sem fyrir árásinni varð fór á bráðamóttöku LSH. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Lögreglan á lögreglustöð 2, sem sinnir Garðabæ og Hafnarfirði, fékk svo tilkynningar um hótanir og skemmdarverk. Málið er í rannsókn og eru nokkrir grunaðir um aðild að málinu.

Þá var góðkunningjum lögreglu vísað úr stigagangi þar sem þeir höfðu hreiðrað um sig.

Lögregla hafði svo afskipti af tveimur einstaklingum í aðskildum málum miðborginni. Annar var með járnstöng og meint þýfi í fórum sínum og hinn var með almenn leiðindi og óvelkominn á því öldurhúsi sem hann var. Þeir voru látnir lausir eftir upplýsingatöku og haldlagningu.

Lögreglumenn á lögreglustöð 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, handtók ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði ekið á nokkrar bifreiðar í þessu ástandi. Engin meiðsli urðu á fólki en alls urðu skemmdir á sex bifreiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag