fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Maður handtekinn með skuggaleg vopn í miðborginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. september 2024 07:57

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla stöðvaði mann í miðborginni í gærkvöld við almennt umferðareftirlit. Við þau afskipti blasti við lögreglumönnum skefti á skotvopni og var maðurinn þá samstundis handjárnaður. Reyndist skotvopnið vera gasskammbyssa. Við frekari leit í bifreiðinni fundust meint fíkniefni, stór hnífur og skotfæri í gasskammbyssuna. Maðurinn reyndist einnig vera ölvaður við akstur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Frá þessu segir í dagbók lögreglu. Einnig segir frá því að tilkynnt var um mann sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðborginni. Við komu lögreglu á vettvang var töluverður hópur í kringum manninn og æsingur. Brást maðurinn illa við afskiptum lögreglu og streittist á móti handtöku. Við öryggisleit á honum fannst höggvopn og nokkuð af fíkniefnum. Var maðurinn vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögregla var send með sjúkraliði á slysadeild vegna reiðhjólaslyss. Talið er að hjólreiðamaðurinn hafi viðbeinsbrotnað.

Alls voru 74 mál bókuð í kerfum lögreglu síðasta sólarhringinn. Á tímabilinu voru átta ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi