fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Bjarnarherdeildin – Dulúð ríkir um Stjörnustríðshermenn Pútíns

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 07:00

Liðsmenn Bjarnarherdeildarinnar. Mynd:Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskar sérsveitir og málaliðar eru vanar að starfa utan heimalandsins. Til dæmis flúði Yevgeni Prigozhin, stofnandi Wagnerhópsins, til Afríku eftir misheppnaða valdaránstilraun sína. Hann lést síðar í dularfullu flugslysi nærri Moskvu.

Nú er nýr málaliðahópur kominn fram á sjónarsviðið og umlykur dulúð verkefni hans í Afríku og af hverju hann er farinn heim. Kallaði Pútín hann heim?

Ætlunin var að hópurinn myndi styðja við bakið á herforingjastjórninni í Búrkína Fasó en nú er hann farinn heim eftir að hafa verið þar síðan í maí.

Viktor Jermolaev er leiðtogi herdeildarinnar. Mynd:Telegram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Herdeildin er þekktust sem „Bjarnarherdeildin“ en hún samanstendur af 100 velþjálfuðum sérsveitarmönnum. Í byrjun ágúst, þegar Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk, var herdeildin kölluð heim eftir því sem Viktor Yermolaev, foringi hennar, sagði á Telegram á föstudaginn.

„Herdeildin lauk öllum verkefnum sínum og allir sneru heilir á húfi heim. Við misstum engan mann og stemmningin er góð! Við komum örugglega aftur, bræður, þegar við rekum óvininn út úr landinu okkar liggur leiðin til enda hinnar sérstöku hernaðaraðgerðar og síðasta Úkraínumannsins,“ sagði hann.

LIðsmenn herdeildarinnar með fána hennar. Mynd:Telegram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bjarnarherdeildin er óskrifað blað í samanburði við Wagnerhópinn og efasemdir hafa verið uppi um að um sjálfstæða hersveit sé að ræða eða hvort hún sé á vegum rússneska varnarmálaráðuneytisins en margir sérfræðingar telja að svo sé.

Aðalsamskiptaleið herdeildarinnar við umheiminn er Telegram og segja sérfræðingar að innihaldið sé frekar auglýsingalegs eðlis en raunveruleg umfjöllun. Flestar færslurnar fjalla um hversu „góðir“ hermennirnir eru en litlar upplýsingar fylgja um hvað hersveitin er að gera hverju sinni. Þannig var það einnig í upphafi hjá Wagnerhópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar