fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Rússar setja upp verk Hildar og Philip án leyfis – „Notkun tónlistar og nafns míns án leyfis er þjófnaður“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. júlí 2024 16:00

Philip Glass, Sergei Polunin og Hildur Guðnadóttir. Mynd/samsett/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hyggjast setja upp ballettsýningu sem kallast Wuthering Heights upp í hinni hernumdu borg Sevastopol á Krímskaga. Notuð er tónlist Hildar Guðnadóttur og Philip Glass án leyfis.

Hinn 87 ára Bandaríkjamaður Glass vekur athygli á þessu á samfélagsmiðlinum X. Fer hann ekki mjúkum orðum um Rússana sem hann sakar um höfundaverkaþjófnað.

„Mér hefur verið bent á að ballett sem kallast Wuthering Heights, með tónlistinni minni og merktur mínu nafni í auglýsingum og kynningarefni, sé settur upp í Sevastopol óperu og balletthúsinu,“ segir Glass í færslu sem Wion og fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um. „Notkun tónlistar og nafns míns án leyfis er þjófnaður,“ segir Glass ásakandi.

Samkvæmt auglýsingu á að frumsýna verkið næstkomandi mánudag, 29. júlí. Sagan er byggð á skáldsögu Emily Bronte, sem uppi var á nítjándu öld. Breskur danshöfundur að nafni Jonah Cook útsetti dansatriðin en tónlistin er að mestu komin úr smiðju Hildar Guðnadóttur og Philip Glass.

Hernumið svæði

Rússar hernumdu Krímskaga, sem er úkraínskt svæði, árið 2014 og innlimuðu það. Alþjóðasamfélagið viðurkennir ekki innlimunina, frekar en innlimun Donetsk og annarra héraða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu.

Þvingunaraðgerðir vesturlanda ná meðal annars til menningarstarfsemi á hernumdum svæðum. Hafa listamenn sem komið hafa fram þar misst hlutverk og aðgang að vestrænum mörkuðum.

Polunin styður innrásina í Úkraínu.

Wuthering Heights er leikstýrt af Sergei Polunin, sem er fæddur í Úkraínu en styður innrás Rússa inn í landið. Hann leikur einnig aðalhlutverkið í sýningunni. Cook leikur einnig í henni.

Getur ekki sótt rétt sinn

Philip Glass segist gera sér fullkomlega grein fyrir því að í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum og að Krímskagi væri hernumið svæði gæti hann ekki sótt rétt sinn. Alþjóðalög væru gagnslaus eins og staðan er núna. Engu að síður mótmælir hann athæfinu.

„Ég mun koma því á framfæri að ég er algjörlega mótfallinn þessu ákveðir þú að halda áfram,“ segir Glass og beinir orðum sínum til Polunin.

Ekki hefur heyrst neitt frá Hildi Guðnadóttur vegna málsins.

Með tattú af Pútín á bringunni

Polunin, sem er 34 ára, hefur stýrt dansakademíu Sevastopol í fimm ár. Hann varð frægur innan balletheimssins mjög ungur og er þekktur sem „vondi strákur ballettsins.“

Eins og áður segir styður Polunin árás Rússa á Úkraínu. Hann er einarður stuðningsmaður Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta og er með andlitið á honum húðflúrað á bringuna á sér. Polunin hefur einnig látið fé af hendi til að kaupa vopn fyrir rússneska herinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt