fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 07:40

Lögreglan að störfum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna ágreinings um kött. Í skeyti lögreglu segir að tveir einstaklingar hafi talið sig vera réttmætan eiganda kattarins og leiddi rannsókn lögreglumanna á vettvangi til þess að kötturinn komst til réttmæts eiganda.

Nokkuð var um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi og veikinda og þá bárust einnig beiðnir um aðstoð við opinbera aðila sem lögregla sinnti. Rétt fyrir klukkan fimm í morgun gisti einn í fangaklefa.

Óskað var eftir lögreglu vegna einstaklings í annarlegu ástandi í Vesturbænum sem var að ógna og hóta börnum. Málið er í rannsókn en frekari upplýsingar koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Lögreglu var svo tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi í miðborginni sem var að brjóta rúður í fjölbýli og reyna að komast þar inn. Maðurinn var handtekinn og er málið í rannsókn. Þá var tilkynnt um nokkra einstaklinga sem voru að reyna að opna mannlausar bifreiðar í miðborginni. Lögregla hafði upp á hinum grunuðu og var málið afgreitt á vettvangi. Þá var lögreglu tilkynnt um hóp ungmenna inni í menntastofnum í leyfisleysi í hverfi 108 og er grunur um húsbrot. Málið er í rannsókn.

Loks óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð vegna líkamsárásar í hverfi 108. Málið er sömuleiðis í rannsókn.

Lögregla handtók svo ökumann í Kópavogi eftir að hann reyndi að stinga lögreglu af. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja, að aka ítrekað án þess að hafa öðlast ökuréttindi, óheimila notkun nagladekkja og að aka bifreið þar sem ástand hennar var með þeim hætti að það olli hættu fyrir aðra. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu