fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Hólmfríður starfar á Gaza – „Á fæðingardeildinni sjáum við meiri hamingju en sorg“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Neyðarsjúkrahúsið hefur verið starfrækt í tvo mánuði og sinnir Hólmfríður konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. 

„Margar þessara kvenna búa við erfiðar aðstæður, hafa þurft að flytja sig oft og skortir raunverulega flest það sem við teljum vera eðlilegt í daglegu lífi. Það er að segja aðgengi að vatni og heilsugæslu.“

Hún segir konurnar einnig hafa orðið fyrir skaða í átökunum.

„En raunverulega á fæðingardeildinni sjáum við meiri hamingju en sorg. Af því litlu krílin þau veita okkur von og við verðum bjartsýnni á framtíðina. Þess vegna koma oft kollegar mínir sem hafa átt erfiðan dag á spítalanum á fæðingardeildina til að hitta litlu sætu krílin, af því að það gerir okkur gott, og foreldrarnir eru alltaf viljug til að deila þessari hamingju með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Fréttir
Í gær

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar