fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Sante kvartar undan óeðlilegum pólitískum afskiptum ráðherra af lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. júní 2024 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengisverslunin Sante ehf. hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna óeðlilegra, pólitískra afskipta fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn.

Eigendur Sante eru þeir Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson. Elías hefur sent tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins. Er þar gagnrýnt að ráðherra hafi lýst starfsemi Sante sem ólöglegri í bréfi sínu til lögreglu. Segi þeir bréfasendinguna vera óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, enda hafi fjármálaráðherra ekki valdheimildir í málaflokknum:

„Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni bréf, dags. 11. júní 2024, þar sem skoðunum hans á lagaumhverfi áfengissölu er lýst. Í bréfinu er því haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg. Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.

Fjármálaráðherra fer með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn eru því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geta litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta er meginregla í réttarfari og brot á henni eru talin mjög alvarleg.

Í bréfi ráðherrans er farið með rangfærslur varðandi starfsemi Sante ehf. en með því að rannsaka ekki málið braut ráðherrann bæði gegn siðareglum Stjórnarráðs Íslands og sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum.

Bréf ráðherrans er tilraun til þess að koma pólitískum áherslumálum sínum á framfæri en hann hefur margsinnis lýst þeirri afstöðu sinni að hann sé á móti frjálsri verslun. Það að ráðherrann skuli reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn eru pólitísk afskipti af sjálfstæðu ákæruvaldi.

Fyrri fjármálaráðherra lýsti því yfir að netverslun okkar væri í samræmi við lög. Borgarar og atvinnurekendur eiga réttmætar væntingar til þess að yfirlýsingar stjórnvalda um lögmæti starfsemi standi. Það er óásættanlegt að nýir starfsmenn í ráðuneyti breyti þessari afstöðu eftir eigin geðþótta en það grefur undan stöðugleika og trausti á yfirlýsingum stjórnvalda.

Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein