fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. maí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fyrir skömmu var tekin fyrir beiðni körfuknattleiksdeildar UMFN um fjárhagsstuðning. Kemur fram í fundargerð að deildin stríðir við mikla fjárhagserfðleika og hefur aðalstjórn UMFN orðið að hlaupa undir bagga með deildinni. Beiðni um fjárstuðning var engu að síður hafnað en í fundargerð segir:

„Hámundur Örn Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN og Ágústa Guðmarsdóttir fjármálastjóri UMFN fylgdu úr hlaði erindi körfuknattleiksdeildar UMFN.

Þau gerðu grein fyrir fjárhagstöðu körfuknattleiksdeildar sem er afar erfið og hefur aðalstjórn UMFN þurft að lána deildinni fé á undanförnum mánuðum.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur félagsins en getur ekki orðið við erindinu sökum þess að það er ekki á fjárhagsáætlun ráðsins.

Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu í bæjarráð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“