fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. maí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fyrir skömmu var tekin fyrir beiðni körfuknattleiksdeildar UMFN um fjárhagsstuðning. Kemur fram í fundargerð að deildin stríðir við mikla fjárhagserfðleika og hefur aðalstjórn UMFN orðið að hlaupa undir bagga með deildinni. Beiðni um fjárstuðning var engu að síður hafnað en í fundargerð segir:

„Hámundur Örn Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN og Ágústa Guðmarsdóttir fjármálastjóri UMFN fylgdu úr hlaði erindi körfuknattleiksdeildar UMFN.

Þau gerðu grein fyrir fjárhagstöðu körfuknattleiksdeildar sem er afar erfið og hefur aðalstjórn UMFN þurft að lána deildinni fé á undanförnum mánuðum.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur félagsins en getur ekki orðið við erindinu sökum þess að það er ekki á fjárhagsáætlun ráðsins.

Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu í bæjarráð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi