fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Pressan
Laugardaginn 27. apríl 2024 16:30

Líkamsrækt getur hugsanlega snúið öldrunarferlinu við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vísindamenn vinna að rannsóknum á öldrunarferlinu og vilja svara spurningunni um af hverju við eldumst. Rannsóknir benda til að breytingar verði á litningum okkar, álagið á frumur líkamans eykst og umhverfisáhrif segja til sín.  Það er erfitt að snúa þessari þróun við með þekktum lækningaaðferðum.

Í nýrri rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature Aging, kemur fram að vísindamenn hafi hugsanlega fundið sérstaka fitusameind, eða lípíð, sem gegnir stóru hlutverki í öldrunarferlinu. Lípíðið reyndist vera í meira magni í vöðvum eldra fólks en yngra.

En magnið minnkaði þegar fólkið stundaði líkamsrækt um skamma hríð.

Vísindamennirnir rannsökuðu einnig hvað áhrif hreyfing hafði á uppsöfnun efnisins í músum.

Í öldrunarrannsóknum vantar nákvæmar rannsóknir um fitusameindir „og því var frábært að sjá þessa rannsókn gera svo nákvæma greiningu á breytingum í mörgum mismunandi vefjum í músum og fólki,“ sagði Dr. Alexandra Stolzing, prófessor við Loughborough University, í samtali við Live Science.

Almennt séð vita vísindamenn hvernig einföld fita, til dæmis kólesteról, kemur við sögu í öldrunarferlinu og sjúkdómum á borð við kransæðasjúkdómum. En Dr. Georger Janssen, prófessor við Amsterdam UMC og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að lítið sé vitað um hversu mikið „flóknir“ lípíðar koma við sögu í þessu ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“