fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 12:29

Skjáskot/Instagram @katrinmyrra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir var gestur í Fókus, spjallþætti DV.

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni. 

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á þáttinn á SpotifyApple Podcasts eða hlaðvarpsþjónustu Google. 

Árið 2021 fékk Katrín Myrra ofsakvíðakast, það fyrsta af mörgum. Fyrir það hafði hún aldrei glímt við kvíða eða önnur andleg veikindi. Hún var örugg, leið vel með eigin hugsunum og naut þess að vera ein með sjálfri sér. Hún fór til að mynda ein í fjögurra mánaða ferðalag um Asíu sem byrjaði á jógakennaranámi í Taílandi. Það var því verulegt áfall að fá skyndilega ofsakvíða og vera síðar greind með felmtursröskun.

Skjáskot/Instagram @katrinmyrra

Hún lýsir ofsakvíðakasti. „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað. Þetta lýsir sér svolítið þannig… þetta er óraunveruleikatilfinning […] svona hugarof þegar varnarkerfið þitt fer í það mikið sjokk að það er eins og þú farir út úr líkamanum þínum. Sjónin þín breytist, heyrnin breytist og það er eins og þú finnur ekki lengur fyrir líkamanum þínum. Þér líður smá eins og allt í kringum þig er ekki raunverulegt, eins og fólk sé að spila einhverjar persónur í kringum þig. Það er mjög ógnvekjandi að upplifa þetta,“ segir hún.

„Þér líður eins og… ég veit ekki.. lífið sé smá lygi og þú missir tök á tilganginum og sjálfri þér.“

Katrín Myrra þekkti nokkra einstaklinga sem hafa upplifað kvíða og leitaði til þeirra eftir fyrsta ofsakvíðakastið. „Ég talaði við þær strax um þetta og það er svo gott að heyra að þetta verður allt í lagi og þetta er ekki hættulegt, ég er ekki að missa vitið og ég er ekki að fara að deyja. En auðvitað, þessar hugsanir, maður trúir þeim svo mikið á einhverjum tímapunkti. Þó ég viti að þetta sé ofsakvíði, en þetta er ekki þannig að þú missir tök á raunveruleikanum, þú ert bara hræddur við þessar tilfinningar. En að geta haft einhvern í kringum mann sem skilur mann, það hjálpaði mér mjög mikið. Líka að fara til sálfræðings.“

Fylgstu með Katrínu Myrru á InstagramTikTok og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Katrín Myrra samdi smáskífuna Skuggar um þetta tímabil í lífi hennar, smelltu hér til að hlusta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Hide picture