fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fókus

Ragnhildur hætti að drekka áfengi daginn sem þessi mynd var tekin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 12:29

Ragga Nagli. DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, hætti að drekka fyrir þrettán árum. Hún útskýrir af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun og birtir mynd sem var tekin daginn eftir síðasta djammið.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Mynd/Facebook

„Þessi mynd frá 10. apríl 2011 poppaði upp í minningum á Fésbókinni hjá Naglanum. Sem er ekki í frásögur færandi nema að þessi máltíð er nostur við timburmenn eftir síðasta skipti sem áfengi rann niður vélindað. Kvöldið áður var hörkudjamm fram á rauðan morgun sem á þeim tíma gerðist alltaf sjaldnar og sjaldnar. Þarna tók Naglinn ákvörðun um að hætta alfarið að drekka. Ekki af því drykkja væri vandamál. Ekki af því kvöldið áður gerðist einhver skandall. Heldur einfaldlega af því Naglanum líkaði ekki líkamlega og andlega vanlíðanin sem fylgdi áfengisdrykkju,“ segir Ragnhildur og nefnir nokkur dæmi:

„Að vera eins og vikugömul borðtuska í ræktinni og lufsast fyrstu daga vikunnar.

Að vera vansvefta og þyrstari en kaktus í eyðimörk.

Að ná ekki þeim árangri í æfingum sem sóst var eftir.

Að vakna með móral og kvíða yfir mögulega einhverju og stundum bara engu.

Að vera lítil í sér og burðast með skömm og lítið sjálfstraust.

Að segja eitthvað við einhvern sem olli eftirsjá.

Að ryðja í sig mörg hundruð auka hitaeiningum úr næringarlitlum matvælum í þynnkukasti.

Að vera í heilaþoku í nokkra daga á eftir.“

Að lokum komst Ragnhildur að niðurstöðu. „[Ég] mat það að örfáir klukkutímar af skemmtun væru of dýru verði keyptir. Nokkur rauðvínsglös í matarboði drógu líka dilk á eftir sér í mun minna mæli….. en dilk engu að síður,“ segir hún.

Besta ákvörðunin

Ragnhildur segir að velja líf án áfengis hafi verið ein besta ákvörðun sem hún hefur tekið.

„Því í ljós kom að þessi félagssjúki stuðpinni og urlandi partýljón þarf ekki áfengi til að vera í dúndrandi gír á mannamótum. Og gerir allt sem hinir gera. Spjallar við alla. Syngur hástöfum. Dansar eins og enginn sé að horfa. Fer á trúnó. Bara með sódavatn og sítrónu í glasinu.“

Fylgstu með Röggu Nagla á Facebook. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Í gær

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“