fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Jerry Seinfeld fékk að heyra það frá æstum mótmælendum í New York – Sjáðu myndbandið

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. febrúar 2024 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski skemmtikrafturinn Jerry Seinfeld fékk það óþvegið frá æstum mótmælendum sem voru samankomnir á Manhattan í gærkvöldi til að sýna málstað Palestínumanna stuðning.

Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan samkomustað á Upper East Side og voru ýmis hróp gerð að skemmtikraftinum.

„Þú styður þjóðarmorð,“ var meðal annars hrópað að Jerry sem heimsótti Ísrael fyrir síðustu jól þar sem hann tók þátt í herferð sem hvatti til þess að hryðjuverkamenn Hamas slepptu ísraelskum gíslum úr haldi.

Mótmælin virtust ekki hafa mikil áhrif á Seinfeld sem brosti sínu breiðasta áður en hann hoppaði inn í bíl, umkringdur lögreglumönnum sem gættu öryggis hans.

Jerry var viðstaddur samkomu þar sem sem blaðakonan og pistlahöfundurinn Bari Weiss hélt meðal annars erindi, en hún er dyggur stuðningsmaður Ísraels.

Beindust mótmælin ekki síður að henni en henni hefur verið kennt um dauða Refaat Alareer, ljóðskálds og prófessors frá Palestínu, sem lést í loftárás Ísraelshers á Gaza í desember síðastliðnum. Alareer hafði birt tíst í október síðastliðnum þar sem hann sagði að ef hann yrði drepinn væri hægt að kenna fólki eins og Bari Weiss um það.

Tveir einstaklingar voru handteknir á mótmælunum í gærkvöldi, að því er fram kemur á vef New York Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK