fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Íranskir leyniþjónustumenn þóttust vera afganskir flóttamenn og báðu um hæli í Svíþjóð – Voru í morðleiðangri

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 07:00

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2015 komu tveir útsendarar írönsku leyniþjónustunnar til Svíþjóðar og sögðust vera flóttamenn frá Afganistan. Þetta var í miðri flóttamannaholskeflunni sem reið yfir Evrópu og því góðir möguleikar á að leynast innan um raunverulega flóttamenn.

Ekki var annað að sjá á yfirborðinu en að þetta væru venjuleg afgönsk hjón. Þau fengu að lokum dvalarleyfi en óhætt er að segja að ekki hafi allt verið sem sýndist með þau.

Sænska ríkisútvarpið (SR) segir að nú sé komið í ljós að hjónin séu mjög líklega liðsmenn írönsku leyniþjónustunnar og hafi verið send til Svíþjóðar til að sjá um morð á hópi Svía og að þetta hafi verið gert samkvæmt fyrirmælum írönsku klerkastjórnarinnar.

SR segir að parið hafi sest að úthverfi í norðurhluta Stokkhólms og þar hafi það búið og notað fölsk nöfn. Maðurinn kallaði sig Foad en konan kallaði sig Salma. Hann fékk vinnu sem skólaliði og hún sem aðstoðarkona sænskrar unglingsstúlku af írönskum uppruna.

Þegar þau komu til Svíþjóðar voru þau ekki með nein skilríki og sögðust vera frá Afganistan. Þau fengu hæli í Svíþjóð 2017. SR segist hafa heimildir fyrir að þau séu íranskir ríkisborgarar og að sænska útlendingastofnunin hafi strax sumarið 2016 fengið nokkrar ábendingar um parið. Var maðurinn meðal annars sagður hættulegur. Einnig kom fram í þessum ábendingum að maðurinn væri ekki Afgani, heldur Írani og þar að auki meðlimur Íranska byltingarvarðarins sem er valdamesti hópurinn innan íranska hersins og heyrir undir æðstaklerk landsins, Ayatollah Khamenei.

Íranski byltingarvörðurinn er á lista margra ríkja yfir hryðjuverkasamtök og þessa dagana er hann einna mest áberandi í fréttum vegna stuðnings hans við Hamas, Hezbollah og Húta í Jemen.

Heimildarmenn SR segja að parið hafi breyst mjög eftir að það kom heim í ársbyrjun 2021 eftir heimsókn til Írans. Þá virtist það skyndilega hafa mikla peninga á milli handanna. Hefur SR heimildir fyrir að parið hafi hitt fjölda meðlima byltingarvarðarins í Íransheimsókninni og að í þessari ferð hafi parið fengið verkefni sínu úthlutað.

Það var að skipuleggja og sjá um framkvæmd morða á þremur þekktum sænskum gyðingum. Meðl þeirra var Aron Verständig, formaður miðstjórnar sænskra gyðinga. Parið aflaði sér mynda af honum og upplýsinga um hann og hin skotmörkin.

Það vakti enga sérstaka athygli fjölmiðla þegar parið var handtekið í apríl 2021, grunað um að vera að undirbúa hryðjuverk. Þau sátu í gæsluvarðhaldi í átta mánuði. Þau voru vistuð í öryggisfangelsi og höfð í einangrun. Fengu ekki að umgangast aðra en fangaverði, fengu ekki heimsóknir né aðgang að fjölmiðlum.

Fangelsisvistin virtist ekki hafa mikil áhrif á þau og sagði Hans Ihrman, saksóknari í máli þeirra, að það hafi vakið athygli hans. Hann sagði það sína reynslu að meira að segja harðsvíruðustu glæpamenn komist ekki í gegnum gæsluvarðhaldsvist af þessu tagi án þess að hún setji mark sitt á þá. Hann sagðist því gruna að parið hafi fengið sérstaka þjálfun í að takast á við erfiðar aðstæður á borð við gæsluvarðhaldsvist.

Honum tókst ekki að afla nægilegra sönnunargagna til að geta gefið út ákæru en þess í stað var fólkinu vísað úr landi og flutt til Íran 2022. SR segist hafa heimildir fyrir að saksóknurum hafi verið meinað að nota mikilvægar upplýsingar sem sönnunargögn í málinu því þeim var komið á framfæri við sænsku öryggislögregluna Säpo af erlendri leyniþjónustu. Ef gögnin eru gerð opinber getur það hugsanlega stefnt útsendurum eða starfsemi erlendu leyniþjónustunnar í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Í gær

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
Fréttir
Í gær

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu