fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Íranska klerkastjórnin réði meðlimi í Hells Angels til að fremja morð í Bandaríkjunum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 9. febrúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á herskáa hópa í Miðausturlöndum, hópa sem njóta stuðnings írönsku klerkastjórnarinnar og hafa gert árásir á bandaríska hermenn í Miðausturlöndum að undanförnu. Á sama tíma komu bandarísk löggæsluyfirvöld upp um fyrirætlanir klerkastjórnarinnar innan Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram í ákæru frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að myrða Írana sem eru í útlegð í Bandaríkjunum. Er íranska klerkastjórnin sögð hafa ráðið tvo kanadíska meðlimi Hells Angels glæpasamtakanna til að sjá um morðin.

Þessir Hells Angels meðlimir heita Damion Patrick John Ryan, 43 ára, og Adam Richard Pearson, 29 ára.

Dómsmálaráðuneytið segir að þeir hafi verið ráðnir til að myrða tvo einstaklinga sem búa í Maryland. Það var Naji Ibrahim Sharifi-Zindashti, íranskur ríkisborgari sem er einnig ákærður í málinu, sem réði þá til starfa.

Bandaríska fjármálaráðuneytið segir að Zindashti sé leiðtogi glæpasamtaka sem njóta mikillar verndar íranska Njósna- og öryggismálaráðuneytisins. Telja bandarísk yfirvöld að glæpasamtök Zindashti hafi skipulagt og hrint fjölda aðgerða í framkvæmd í mörgum löndum. Meðal annars er um launmorð og mannrán á andstæðingum og óvinum klerkastjórnarinnar að ræða.

Samkvæmt ákærunni þá setti Zindasthi sig í samband við Kanadamennina í desember 2020 í gegnum dulkóðaða samskiptaþjónustu sem heitir Sky ECC. Um nokkurra mánaða skeið fóru skilaboð þeirra á milli um þá sem átti að myrða, heimilisföng þeirra, skipulagningu morðanna og greiðsluna fyrir verkið.

Samið var um greiðslu upp á sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna fyrir morðin og 2,5 milljónir til viðbótar til að mæta útgjöldum Kanadamannanna. Þeir fengu þá upphæð greidda en náðu ekki að hrinda morðunum í framkvæmd. Þeir sitja báðir í fangelsi í Kanada vegna annarra afbrota. Talið er að Zindashti sé í Íran. Bandaríska fjármálaráðuneytið segir að þar séu hann og „glæpaveldi“ hans undir verndarvæng íranskra öryggissveita sem geri honum kleift að stunda fíkniefnaviðskipti og lifa lúxuslífi. Segir ráðuneytið að glæpasamtök hans tengist morðum í löndum á borð við Kanada, Tyrklandi og Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda