fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Eldgos hafið á Reykjanesskaga – Upptökin fjær Grindavík en síðast

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 06:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgs hófst norðan við Sýlingarfell á Reykjanesskaga klukkan 06:00 í morgun. Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu á sjötta tímanum í morgun að kvikuhlaup væri hafið og auknar líkur á eldgosi.

Jarðskjálftavirkni hafði aukist upp úr klukkan fimm í morgun.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir í samtali við DV að eldgosið sé á svipuðum slóðum og gosið sem hófst 18. desember, en heldur sunnar miðað við fyrstu gögn. Upptökin eru fjær Grindavík en í gosinu sem hófst í janúar.

Enginn var í Grindavík þegar gosið hófst, fyrir utan viðbragðsaðila sem eru við lokunarpósta.

Hjördís segir að næst á dagskrá sé að fara í þyrluflug og þá verði hægt að varpa betra ljósi á umfang gossins. Þau gögn sem þar safnast verða sett inn í hraunflæðilíkan sem mun gefa betri mynd af því hvert hraun mun renna haldi gosið áfram næstu daga.

Eldgosið séð frá Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga