fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Ógnin frá Rússlandi – Segir að við eigum að óttast eitthvað allt annað en heimsstyrjöld

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 04:28

Rússneskir hermenn á æfingu á Krímskaga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Rússar ráðast á NATO-ríki þá verður tilgangurinn annar en að reyna að efna til stórstyrjaldar, heimsstyrjaldar.

Þetta segir danski hernaðarsérfræðingurinn Anders Puck Nielsen, sem starfar hjá danska varnarmálaskólanum. Hann birtir reglulega greiningar á stöðu mála á YouTube. Þar fjallar hann um öryggismál. Nýlega birti hann myndband, sem heitir „NATO-Russia war: Can it really happen?“, sem hefur fengið mörg hundruð þúsund áhorf.

Jótlandspósturinn fékk Nielsen til að skýra sjónarmið hans í myndbandinu og fara betur ofan í þau. Hann sló því föstu að ekki þurfi að óttast stórstyrjöld á milli Rússlands og NATO í náinni framtíð. Hann sagði að það sé allt annað sem Rússar gætu tekið upp á næstu árum.

„Mér finnst að fólk hafi tilhneigingu til að hugsa eins og það sé sameinað NATO gegn sameinuðu Rússlandi. Ef maður horfir á þetta á þann hátt, þá getur það verið hræðandi og óraunverulegt því hernaðarlega séð er NATO miklu sterkara sameinað, svo það myndi ekki vera skynsamlegt fyrir Rússland,“ sagði hann.

Hann sagði að Rússar gætu haft annað markmið en að ná nýjum landsvæðum undir sig ef þeir ráðast á NATO-ríki. Markmið þeirra með innrásinni í Úkraínu er einmitt að sölsa undir sig land.

„Ég held að þegar Rússarnir sitja og horfa á NATO á þessari stundu, þá sjá þeir veikburða NATO, þar sem samstaðan er brothætt. Ef maður setur það á oddinn, þá getur verið að Rússar meti það svo að afmörkuð árás á eitt NATO-ríki sé það sem þurfi til að NATO hrynji,“ sagði hann einnig.

Hann sagðist telja að lítil árás Rússa væri nóg til að kanna hversu sterk samstaða NATO-ríkjanna sé.  Hann sagði að eins og staðan er núna sé það mat Evrópubúa að það séu Bandaríkjamenn sem séu veiki hlekkurinn, pólitískt séð. Það sé óvíst hversu langt Bandaríkjamenn vilji eiginlega ganga fyrir evrópska bandamenn sína og um leið séu það Bandaríkin sem hafi mesta hernaðarmáttinn innan NATO. „Það sem ég er að segja er að ég get vel séð fyrir mér að eitthvað form árásargirni frá Rússum í garð NATO með það að markmiði að sjá hvort það sé hægt að láta reyna á samstöðuna og jafnvel láta NATO hrynja,“ sagði hann.

Samkvæmt fimmtu grein NATO-sáttmálans þá jafngildir árás  á eitt aðildarríki árás á þau öll. Ef Rússar ráðast á NATO-ríki þá mun reyna á fimmtu greinina.

Hvað varðar hvar Rússar gætu látið til skara skríða sagði Nielsen að norðanvert Finnland væri meðal þess sem komi til greina. Út frá rússneskum sjónarhóli gæti það verið svæði þar sem hægt er að takast á við stigmögnun átaka. Þetta sé einnig staður þar sem reyni á samstöðu NATO. Væru NATO-ríkin reiðubúin til að taka áhættuna á þriðju heimsstyrjöldinni til að ná aftur nokkur hundruð, frekar auðum ferkílómetrum, af Lapplandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“