Danny Lee til liðs við þjálfarateymi Aftureldingar sem frammistöðuþjálfari meistaraflokks kvenna.
Danny hefur víða mikla reynslu í þjálfun en hann hefur meðal annars verið aðstoðarþjálfari stórliðs kvennaliðs Chelsea í Englandi, þá hefur hann verið þjálfari hjá fjölda atvinnuklúbba í Bretlandi, Kína auk þess sem hann hefur sterk tengslabönd í félagslið í Frakklandi og Kanada.
Danny er að ljúka doktorsnámi sínu í Performance culture, leadership and group dynamics in football. Danny mun starfa náið með Perry Mclachlan og þjálfarateyminu með áherslu á frammistöðu og hugarfarsþjálfun á komandi tímabili.
„Ég hef þekkt og unnið með Danny með bróðurpartinn af síðustu 15 árum í mismunandi störfum. Það að geta fengið Danny til liðs við okkur og stutt við verkefnið sem við erum að vinna að er frábært fyrir félagið og leikmenn þess. Ég hlakka mikil til að sjá hvaða áhrif hann mun hafa á liðið.“ -sagði Perry Mclachlan þjálfari Aftureldingar.