fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold lagði blóm við minnisvarða Diogo Jota fyrir utan Anfield á mánudagskvöld, þegar Real Madrid-liðið heimsótti Liverpool í aðdraganda Meistaradeildarleiksins á þriðjudag.

Alexander-Arnold var í fylgd með þjálfara Real Madrid, Xabi Alonso, liðsfélaga sínum Dean Huijsen og goðsögninni Emilio Butragueño þegar spænska félagið heiðraði minningu Jota, sem lést í bílslysi ásamt bróður sínum André í júlí.

Minnisvarði hefur staðið fyrir utan Anfield síðan slysið varð 3. júlí, og Alexander-Arnold sem lék með Portúgalanum í fimm ár lagði niður blóm með persónulegri kveðju.

„Vinur minn Diogo, þín er svo sárt saknað en samt svo elskaður,“
skrifaði hann.

„Minning þín og Andrés mun lifa að eilífu. Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig og mun alltaf muna frábæru stundirnar sem við áttum saman. Sakna þín á hverjum degi. Forever 20. YNWA. Kær kveðja, Trent og fjölskylda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag