fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 12:00

Daníel Leó Grétarsson. Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson var nokkuð óvænt hetja Sonderjyske í sigri á Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Daníel Leó var á sínum stað í hjarta varnarinnar, en þess má geta að Kristall Máni Ingason byrjaði einnig fyrir Sonderyske. Daníel skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma, 2-1.

„Alltaf þegar ég kem mér inn í teig og boltinn kemur trúi ég að ég sé að fara að skora. Annars færi ég ekki inn í teig,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn við danska fjölmiðla eftir leik.

„Það er erfitt að lýsa þessu, þetta var blanda af létti og gleði. Það mikilvægasta var að ná í þrjú stig. Það var ég sem skoraði sigurmarkið í dag en á öðrum degi er það Mads Agger og Tobias Sommer.“

Sonderjyske er í fimmta sæti deildarinnar eftir 14 umferðir en Vejle er á botninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag