

Ungstirnið Lamine Yamal hefur staðfest að hann og argentínska söngkonan Nicki Nicole hafi hætt saman, eftir sögusagnir um að hann hafi haldið framhjá henni með áhrifavaldi frá Ítalíu.
Fréttamaðurinn Javier de Hoyos las upp skilaboð frá Yamal í beinni útsendingu í spænska sjónvarpinu þar sem leikmaður Barcelona staðfesti skilnaðinn og neitaði staðfastlega að hafa verið ótrúr.
„Lamine Yamal hefur sent mér skilaboð,“ sagði de Hoyos í þættinum D Corazon á La 1.

„Hann segir að hann og Nicki Nicole séu ekki lengur saman en vill taka fram að sögurnar um framhjáhald eru ekki sannar.“
Yamal, 18 ára, og Nicki Nicole, 25 ára, fóru fyrst opinberlega með samband sitt í ágúst þegar þau sáust saman á afmælisveislu hennar. Parið hafði áður verið tekið saman á mynd í næturklúbbi í Barselóna.