fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Yamal hættur með kærustunni – „Vill taka fram að sögurnar um framhjáhald eru ekki sannar“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungstirnið Lamine Yamal hefur staðfest að hann og argentínska söngkonan Nicki Nicole hafi hætt saman, eftir sögusagnir um að hann hafi haldið framhjá henni með áhrifavaldi frá Ítalíu.

Fréttamaðurinn Javier de Hoyos las upp skilaboð frá Yamal í beinni útsendingu í spænska sjónvarpinu þar sem leikmaður Barcelona staðfesti skilnaðinn og neitaði staðfastlega að hafa verið ótrúr.

„Lamine Yamal hefur sent mér skilaboð,“ sagði de Hoyos í þættinum D Corazon á La 1.

„Hann segir að hann og Nicki Nicole séu ekki lengur saman en vill taka fram að sögurnar um framhjáhald eru ekki sannar.“

Yamal, 18 ára, og Nicki Nicole, 25 ára, fóru fyrst opinberlega með samband sitt í ágúst þegar þau sáust saman á afmælisveislu hennar. Parið hafði áður verið tekið saman á mynd í næturklúbbi í Barselóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag