Juan Mata hefur yfirgefið Vissel Kobe í Japan en hann lék aðeins í þrjá mánuði fyrir félagið.
Vissel Kobe vann deildina í Japan en óhætt er að segja að Mata hafi litlu bætt við liðið.
Mata samdi við liðið í haust en hann var án félags eftir að samingur hans við Galatasaray var á enda.
Mata kom við sögu í einum leik og var ónotaður varamaður í fimm leikjum.
Hann segist nú leita af næsta ævintýri en Mata lék lengi vel á Englandi með Chelsea og Manchester United.