fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Lítur upp til Ronaldo en segist ekki vera eins sjálfselskur – ,,Ég reyni að gefa á liðsfélagana“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 20:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Leao, leikmaður AC Milan, hefur verið orðaður við mörg lið undanfarna mánuði en hann hefur staðið sig gríðarlega vel á Ítalíu.

Leao hefur staðfest það að Cristiano Ronaldo sé hans fyrirmynd en hann spilaði um tíma með Juventus í Serie A.

Ronaldo gerði þó garðinn frægan með Manchester United og Real Madrid en leikur í dag með Al-Nassr í Sádi Arabíu og er 38 ára gamall.

Portúgalinn hefur oft verið ásakaður um að vera sjálfselskur á vellinum en hann hugsar mikið um að skora mörk og endaði árið 2023 sem markahæsti leikmaður heims.

Leao er landi Ronaldo og lítur upp til hans en segist ekki vera eins sjálfselskur og fyrirmynd sín sem er á lokametrum ferilsins.

,,Hann er fyrirmyndin mín en ég er ekki sjálfselskur. Ég get skorað mörk en einnig lagt upp,“ sagði Leao.

,,Ég reyni að gefa á mína liðsfélaga og í hæsta gæðaflokki þá tala tölurnar sínu máli, horfðu bara á Kylian Mbappe, Lionel Messi og Erling Haaland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid