fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fókus

„Ég vil sjá nýtt afl í pólitíkinni“

Björk Vilhelmsdóttir segir vandamálið vera að almenningur hafi ekki áhuga á stjórnmálum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. febrúar 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil sjá nýtt afl í pólitíkinni, helst leitt áfram af Katrínu Jakobsdóttur. Eða einhverjum öðrum. Það þarf ekki að vera einhver sem er í pólitíkinni núna. Samfylkingin hefur gríðarlega góða stefnu í velferðarmálum, jöfnun lífskjara, umhverfisvernd og alþjóðamálum, sem þarf að standa vörð um,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og félagsráðgjafi.

„Þetta er stefna sem mjög margir eru sammála um. Það er í raun auðvelt að selja stefnu Samfylkingarinnar en það er hræðilega erfitt að selja Samfylkinguna sjálfa. Þess vegna vil ég sjá nýtt afl. Það eru svo margir sammála; Vinstri grænir, Björt framtíð, við og þorri almennings. Að minnsta kosti þorri launafólks. En það væri samt rangt að fara að sameina flokkana, frekar að fá inn nýtt og óháð fólk sem vill gera eitthvað með þessi stefnumál. Ef við höfum gert eitthvað rangt og erum ekki á réttri línu þá verður almenningur að taka af skarið.“

Björk segir vandamálið þó að miklu leyti vera að almenningur vilji lítið vita af stjórnmálum og sé í raun óvirkur. „Það er svo vond staða ef fólk lítur á stjórnmálin sem vond öfl og telur að stjórnmálamenn séu hræðilegir. En hvað eigum við að gera? Við viljum lýðræði og höfum ekkert annað fyrirkomulag,“ segir Björk ákveðin.

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu við Björk sem er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Allt sem þú þarft að vita um Ungfrú Ísland TEEN

Allt sem þú þarft að vita um Ungfrú Ísland TEEN
Fókus
Fyrir 5 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir