fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fókus

Ellý spáir fyrir Ásgeiri seðlabankastjóra – „Hann fær einhverja nýja manneskju inn við hliðina á sér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 31. desember 2023 09:00

Ellý Ármanns spáir fyrir Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármannsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Ellý Ármanns, ein eftirsóttasta spákona landsins, mætti með tarot-spilin í áramótaþátt Fókuss og spáði fyrir nokkrum þekktum einstaklingum, þar á meðal Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra.

Við spurðum: „Sérðu fyrir þér að hann verði langlífur í þessu embætti?“

„Já, en það er skuggi yfir peningamálunum. Sérðu það?“ spyr hún og bendir á eitt tarot-spilanna.

„Við erum að tala um [peningamál] þjóðarinnar í heild sinni. Sjáðu, það er þristur hérna fyrir ofan [á spilinu]. Þetta er peningaspil og þetta er grátt ský. 2023. Hann er með bundið fyrir augun og hann þarf að opna augun, það gengur ekki lengur að hann sé með bundið fyrir augun. Þetta er það sem er verið að sýna. Hann þarf að standa upp frá tré sem heitir áhyggjutré, sérðu hérna er fjarki. 2024. Það verður allt miklu betra á næsta ári, en hann þarf að opna augun og þarf að taka annað skref en hann tók á þessu ári. Hann veit nákvæmlega hvað er verið að tala um.“

Ellý segir að nýtt fólk muni umkringja Ásgeir á nýju ári. „Hann fær einhverja nýja manneskju inn við hliðina á sér sem aðstoðar hann og hjálpar honum sem er eins og lifandi excel-skjal. Eitthvað sem hann er búinn að vera að hugsa um og hann tekur viðkomandi inn í sitt teymi og það breytist allt.“

Hún segir að nýr aðili með nýjar lausnir og ný ráð muni breyta öllu en Ásgeir þurfi að opna augun. Horfðu á alla spá Ellýjar fyrir Ásgeir í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af áramótaþætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppendur Ungfrú Ísland Teen hittust á Finnson Bistro

Keppendur Ungfrú Ísland Teen hittust á Finnson Bistro
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekki hrifin af spurningu sem hún fékk um fyrrverandi

Ekki hrifin af spurningu sem hún fékk um fyrrverandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur, bara finndu það sem hjálpar þér”

„Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur, bara finndu það sem hjálpar þér”
Hide picture