fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Faðirinn felldi tár þegar hann sá hvað var í pakkanum frá dóttur sinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindsey Moore vissi að hún myndi hitta beint í mark þegar hún ákvað að færa föður sínum gjöf fyrir skemmstu.

Í pakkanum var nefnilega sama íþróttaspjald og hann þurfti nauðbeygður að selja fyrir 30 árum þegar þröngt var í búi hjá fjölskyldunni. Lindsey og fjölskylda hennar eru búsett í Mississippi í Bandaríkjunum.

Eins og einhverjir eflaust vita geta verið miklir peningar í pakkamyndabransanum og breytir þá engu hvort um er að ræða fótboltaspjöld, körfuboltaspjöld eða Pokémon-spjöld. Sjaldgæf spjöld ganga kaupum og sölum fyrir stórar fjárhæðir.

Faðir Lindsey átti á sínum tíma verðmætt spjald frá fyrsta tímabili Dan Marino sem er af mörgum talinn einn besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar.

Hann ákvað að selja spjaldið fyrir 30 árum, þegar Lindsey var sjö ára, enda þurfti fjölskyldan nauðsynlega á peningunum að halda.

Ekki liggur fyrir hvað faðir Lindsey fékk fyrir spjaldið á sínum tíma en á uppboðsvefnum eBay má finna samskonar spjöld sem kosta um 5.000 Bandaríkjadali, tæpar 700 þúsund krónur.

Óhætt er að segja að faðir Lindsey hafi verið ánægður þegar hann sá hvað var í pakkanum og mátti meira að segja sjá glitta í tár á hvarmi hans. Lindsey birti myndbandið á TikTok og má sjá það hér að neðan.

@lindseyswagmomIm not crying, you’re crying♬ original sound – Lindsey Moore

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“