fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Faðirinn felldi tár þegar hann sá hvað var í pakkanum frá dóttur sinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindsey Moore vissi að hún myndi hitta beint í mark þegar hún ákvað að færa föður sínum gjöf fyrir skemmstu.

Í pakkanum var nefnilega sama íþróttaspjald og hann þurfti nauðbeygður að selja fyrir 30 árum þegar þröngt var í búi hjá fjölskyldunni. Lindsey og fjölskylda hennar eru búsett í Mississippi í Bandaríkjunum.

Eins og einhverjir eflaust vita geta verið miklir peningar í pakkamyndabransanum og breytir þá engu hvort um er að ræða fótboltaspjöld, körfuboltaspjöld eða Pokémon-spjöld. Sjaldgæf spjöld ganga kaupum og sölum fyrir stórar fjárhæðir.

Faðir Lindsey átti á sínum tíma verðmætt spjald frá fyrsta tímabili Dan Marino sem er af mörgum talinn einn besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar.

Hann ákvað að selja spjaldið fyrir 30 árum, þegar Lindsey var sjö ára, enda þurfti fjölskyldan nauðsynlega á peningunum að halda.

Ekki liggur fyrir hvað faðir Lindsey fékk fyrir spjaldið á sínum tíma en á uppboðsvefnum eBay má finna samskonar spjöld sem kosta um 5.000 Bandaríkjadali, tæpar 700 þúsund krónur.

Óhætt er að segja að faðir Lindsey hafi verið ánægður þegar hann sá hvað var í pakkanum og mátti meira að segja sjá glitta í tár á hvarmi hans. Lindsey birti myndbandið á TikTok og má sjá það hér að neðan.

@lindseyswagmomIm not crying, you’re crying♬ original sound – Lindsey Moore

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“
Fréttir
Í gær

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar