Knattspyrnumenn á Englandi eru farnir að borga fúlgur fjár í öryggisgæslu á heimili sínu en innbrot á heimili þeirra hafa færst í aukanna.
Enska blaðið Daily Mail segir mörg dæmi þess að aðilar frá Albaníu fljúgi til Englands, brjótist inn og fljúgi svo beint frá landinu.
Brotist var inn á heimili Kevin de Bruyne leikmanns Manchester City í vikunni en þessi innbort hafa færst í aukanna.
Þessir aðilar finna út úr því hvar leikmennirnir búa og brjótast inn til að ná í dýra skartgripi og fleira. Brotist hefur verið inn eða reynt að brjótast inn hjá Jesse Lingard, Joao Cancelo, Victor Lindelof og Paul Pogba á síðustu árum.
Mest virðist brotist inn á heimili í London, Manchester og Liverpool en leikmenn eru margir farnir að setja upp öryggisherbergi í húsum sínum til að geta læst sig inni ef aðilar brjótast inn.
Þá eru þeir farnir að borga fleiri milljónir á ári til að hafa gæslu fyrir utan húsið sitt en Daily Mail segir aðallega aðila frá Albaníu stunda þessi innbrot.