fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Albanir sagðir fljúga til landsins til þess eins að ræna og rupla þá ríku

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. desember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn á Englandi eru farnir að borga fúlgur fjár í öryggisgæslu á heimili sínu en innbrot á heimili þeirra hafa færst í aukanna.

Enska blaðið Daily Mail segir mörg dæmi þess að aðilar frá Albaníu fljúgi til Englands, brjótist inn og fljúgi svo beint frá landinu.

Brotist var inn á heimili Kevin de Bruyne leikmanns Manchester City í vikunni en þessi innbort hafa færst í aukanna.

Þessir aðilar finna út úr því hvar leikmennirnir búa og brjótast inn til að ná í dýra skartgripi og fleira. Brotist hefur verið inn eða reynt að brjótast inn hjá Jesse Lingard, Joao Cancelo, Victor Lindelof og Paul Pogba á síðustu árum.

Mest virðist brotist inn á heimili í London, Manchester og Liverpool en leikmenn eru margir farnir að setja upp öryggisherbergi í húsum sínum til að geta læst sig inni ef aðilar brjótast inn.

Þá eru þeir farnir að borga fleiri milljónir á ári til að hafa gæslu fyrir utan húsið sitt en Daily Mail segir aðallega aðila frá Albaníu stunda þessi innbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza