fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Pútín varar við vandamálum varðandi Finnland

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. desember 2023 17:00

Vaalimaa landamærastöðin á landamærum Rússlands og Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir að „vandamál“ tengd nágrannaríkinu Finnlandi séu uppi í kjölfar þess að Finnar gengu í NATO. Hann sagði að af þessum sökum ætli Rússar að stofnsetja nýtt hernaðarumdæmi í norðvesturhluta Rússlands.

Þetta kom kemur fram í viðtali við hann sem birtist í rússnesku sjónvarpi á sunnudaginn.

Finnland gekk í NATO í apríl á þessu ári. Landið á 1.340 km löng landamæri að Rússlandi.

„Þau (Vesturlönd, innsk. blaðamanns) drógu Finnland inn í NATO. Áttum við í einhverjum deilum við þá? Allar deilur um landsvæði, þar á meðal þau sem við áttum í um miðja tuttugustu öldina, höfðu verið leyst. Það voru engin vandamál en nú koma þau upp því við ætlum að stofna nýtt hernaðarumdæmi og hafa ákveðinn fjölda hersveita þar,“ sagði Pútín.

Finnar lokuðu landamærum sínum að Rússlandi í síðustu viku á nýjan leik en þeir telja að Rússar hafi reynt að búa til „flóttamannavanda“ á landamærunum með því að flytja fjölda förufólks að þeim og nánast ýta þeim yfir landamærin til Finnlands.

Pútín nefndi ekki í viðtalinu eitt og annað sem tengist NATO. Til dæmis að Rússar hafa flutt um 80% hersveita sinna frá norsku landamærunum en Norðmenn eru aðilar að NATO. Breska varnarmálaráðuneytið segir að Rússar hafi líklega flutt loftvarnarkerfi frá Kaliningrad, sem er umkringt af NATO-ríkjum, til að nota annars staðar í tengslum við stríðið í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“