fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

„Mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd“ 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi, segir að sniðganga sé friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Björn hefur að undanförnu kallað eftir því að fólk sniðgangi Rapyd sem er umsvifamikið í færsluhirðingu hér á landi.

Í grein sem Björn skrifaði á Vísi í morgun segir hann að Rapyd sé ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga vegna atburðanna á Gaza.

„Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu,“ segir Björn.

Þá vísar hann í ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, sem Vísir fjallaði meðal annars um fyrir skemmstu, en þar lýsti hann afdráttarlausum stuðningi við Ísrael og kallaði eftir því að öllum Hamas-liðum yrði eytt.

„Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get,“ segir Björn í grein sinni.

Björn hvetur fyrirtæki til að hætta viðskiptum við Rapyd og bendir á að sum hafi þegar gert það.

„Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingarvörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki.“

Bendir hann á að á síðunni hirdir.is sé safnað upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað sé hægt að senda inn upplýsingar.

„Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun,“ segir hann og hvetur fólk til að láta í sér heyra ef það vill ekki borga í gegnum Rapyd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Í gær

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“