fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Segir að fyrirliðinn sé niðurlútur eftir enn eitt bakslagið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. desember 2023 21:30

Reece James.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, viðurkennir að fyrirliði liðsins, Reece James, sé frekar niðurlútur þessa dagana eftir að hafa meiðst enn á ný í tapinu gegn Everton síðustu helgi.

James hefur meira og minna verið á meiðslalistanum undanfarin ár en þetta er í annað sinn á þessari leiktíð sem hann meiðist aftan í læri. Hefur James aðeins spilað átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

„Hann er svolítið niðurlútur því hann var spenntur að snúa aftur. Það er erfitt að taka þessu. Hann er vonsvikinn og pirraður,“ segir Pochettino.

„Þegar leikmenn spila ekki eru þeir leiðir. Þegar það gerist oft er erfitt að vera sáttur.“

Chelsea hefur átt ansi slæmt tímabil og er í tólfta sæti með 19 stig eftir 16 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjónlýsing á öllum leikjum

Sjónlýsing á öllum leikjum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“