fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 07:20

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Veðrið á landinu hefur verið rólegt síðustu daga og að ofansögðu má vera ljóst að það muni breytast í vikunni sem nú er að hefjast,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Eftir rólega tíð að undanförnu má búast við því að veðrið taki talsverðum breytingum um og upp úr miðri þessari viku.

Að sögn veðurfræðings er útlit fyrir fremur hæga vestan og norðvestanátt á landinu í dag. Skýjað verður að mestu og dálítil él eða slydduél, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Áfram verður frost um mestallt land, en sums staðar frostlaust við ströndina þar sem andar af hafi.

„Á morgun er síðan suðlæg átt í kortunum, víða 3-8 m/s framan af degi og þurrt veður. Síðdegis gengur í sunnan 8-13 á vestanverðu landinu og þykknar upp þar með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar,“ segir veðurfræðingur á vef Veðurstofunnar.

Hann segir að á miðvikudag hvessi síðan enn frekar en þá er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og meiri hlýindum. Snýst síðan í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og þá kólnar aftur niður að frostmarki.

„Veðrið á landinu hefur verið rólegt síðustu daga og að ofansögðu má vera ljóst að það muni breytast í vikunni sem nú er að hefjast. Áður en vikan er á enda munum við fá hvassan vind, breytilegt hitastig og úrkomu sem ýmist verður rigning eða snjókoma.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðlæg átt 3-8 m/s, þurrt og bjart veður og frost 3 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 á vestanverðu landinu síðdegis og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning þar um kvöldið og hlýnar.

Á miðvikudag:
Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum.

Á fimmtudag:
Suðvestan 15-23 og él, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag:
Sunnan- og suðvestanátt og slydda eða snjókoma í flestum landshlutum. Hiti um og yfir frostmarki.

Á laugardag og sunnudag:
Suðvestanátt og él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti um frostmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK